Lífeyrissjóður óskast

Óskum eftir lífeyrissjóði sem er tilbúinn til að fjárfesta í byggingu mannsæmandi húsnæðis fyrir aldraða. Húsnæði þar sem eldri borgarar geta notið ævikvöldsins í stað þess að vera bara númer á blaði. Eins og sjá má þarf húsnæðið hvorki að vera stórt né íburðarmikið til að uppfylla sanngjarnar kröfur um þægindi og einkalíf. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta í íbúðarhúsnæði síðan 2011. Þrátt fyrir það hefur enn enginn sjóður fjárfest í húsnæði fyrir aldraða, þó ekki þyrfti nema brotabrot af tekjum þeirra til að byggja 50 íbúðir á ári.

Undirskriftasöfnun

Veist þú í hvað peningarnir þínir fara? Skrifaðu undir ef þú vilt vera í lífeyrissjóði sem ætlar að fjárfesta í íbúðarhúsnæði fyrir aldraða.